top of page

 

Náttúran

 

Áhrif á náttúruna og  jarðrask     

 

Áhrifin sem virkjanirnar hafa á umhverfið og náttúruna í kring er ekki mikil, virkjunin fer ekkert sérlega

illa með árnar eða vatnið sem hún er í. Þannig þær fara vel með árnar eða vatnið sem þær eru settar í

ef þær eru settar á réttan stað og í réttum halla í vatninu. Allt þetta skiptir máli þegar það er komið að því

að smíða svona virkjun. Það þarf að hugsa út í það hvort virkjunin sé of stór eða hvort hún taki óþarflega

mikið pláss á landinu og hvort það virkilega þurfi virkjun þarna á þessum stað því það er ekkert hlaupið að

því að smíða svona virkjun.

Kostirnir við svona virkjun eru:  Að orkan í þeim er endurnýjanleg þ.e.a.s það rignir í lónið eða vatnið sem

virkjunin er í og heldur þannig vatnsforðanum uppi við virkjunina. Virkjunin spillir ekki umhverfinu sem

er í kringum hana nema það sé grafið til þess að koma virkjuninni á staðin en það að gerist mjög sjaldan. Ekki

er mikill kostnaður að halda þeim uppi.

Ókostirnir við virkjanirnar eru að þær kosta mikið í byggingu og það er mikil vinna að byggja þær. Samkvæmt þessu eru virkjanirnar mun umhverfisvænni en eitthvað annað.  

Til að gera svona virkjun þarf aðallega vatnsafl og það er nóg af því á Íslandi.

Þegar uppi er staðið er margfalt betra fyrir landið og náttúruna að  virkja vötnin okkar

því virkjunin skemmir náttúruna eiginlega ekkert og vatnið er endurnýjanleg orka sem þýðir að hún endurnýjast sjálfkrafa.

Náttúran hefur ótrúlega hæfileika til að aðlagast breytingu sem við gerum sérstaklega í svona tilfellum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page